Kæru vinir!
Eins og glöggir kattavinir hafa tekið eftir, hefur heimasíðan ekki verið uppfærð í þó nokkurn tíma.
Ekki er hægt að sjá nýkomnar kisur eða kisur í heimilisleit þar sem kerfin ná ekki að tengjast saman.
Þess í stað bendum við fólki að skoða Instagram reikning Kattholts ‘kattholtskisur’ og sjá flipann “í heimilisleit” undir “highlights”.
Við erum með tölvusnillinga á okkar snærum sem eru að vinna í málinu og vonumst til þess að þetta komist fljótlega í lag.
Annars er alltaf hægt að senda okkur fyrirspurn í tölvupósti á [email protected] eða heyra í okkur símleiðis á símatímum, milli 9-12 á virkum dögum í síma 567-2909.
Starfsfólk Kattholts