Tíkin Skotta bjargar litlu kettlingunum.

31 júl, 2009

Þrír 10 daga kettlingar fundust í fiskikari í Hafnarfirði.


 


Þeir voru mjög umkomulausir litlu skinnin.


 


 


Það er eiginlega ógerlegt fyrir okkur að sinna svo ungum kettlingum .


 


Kristín Mjöll hafði samband við athvarfið og sagði okkur að tíkin hennar hún Skotta hefði gotið tveim hvolpum,Þeir dóu báðir. 


 


Hún bauðst til að koma með tíkina sína sem var full af yndislegri mjólk og bjarga móðurlausu kettlingunum.


 


Tveir af þeim fóru með henni , 1  var slappur og tóku yndisleg hjón þau hann með sér heim og ætluðu að vökva hann og sinna honum. 31. júlí er hann dáinn.


 


Myndin er af Skottu sem er búin að taka þá alveg að sér og hvíla þeir nú í faðmi hennar og njóta ástúðar hennar og elsku.


 


Atburður sem þessi vekur alltaf gleði og gefur þrek til að halda áfram  að bjarga kisum í neyð.


 


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg formaður.