Spindill og fjölskylda senda kveðju í Kattholt.

5 ágú, 2009

 

 
 
 

Sælar allar í Kattholti.

 

 

 

Ég hef það ljómandi fínt og held bara að ég komi ekkert í Kattholt aftur. 

 

 

Hér fæ ég líka hráan fisk og liftapylsu og kann virkilega að meta það svona til tilbreytingar frá þurrmatnum sem er hvundagsfæðan.

 

 

 

Krummi (BorderCollie) er bara ágætur, ég reyni nú að fá hann til að leika en hann vill bara smala.

 

 

 

Snoppa kisa (16 ára) vill ekki leyfa mér að ráðast á skottið á sér, eins og það er

spennandi. 

 

 

Hún umber mig með hátíðlegum svip og stundum sleikir hún mig en þá vill hún að ég sé kyrr og hvæsir bara ef ég brölti. 

 

 

Það er alveg vita vonlaust að fá hana til að leika sér, þó ég reyni mikið en hún er líka hálf blind og sér mig ekki alltaf.

 

 

 

Mamma ætlar að kaupa búr handa mér til að sofa í því það finnst mér ljómandi gott og ætlar að skila ykkar búri á næstu dögum.

 

Kveðja Spindill