Þessi fallega kisa heitir Snælda. Hún er 8 ára gömul og týndist frá Þorlákshöfn í janúar síðastliðnum. Mikið hefur verið leitað að Snældu, en það er engu líkara en að hún hafi gufað upp. En þar sem kisur gufa ekki upp, leynist ennþá von hjá eigendum að hún muni finnast eða að einhver viti um afdrif hennar og láti vita. Það skiptir þá miklu máli.
Vinsamlegast hafið samband við Tinnu Björk í s: 7778628 eða við Kattholt, ef þið vitið um Snældu.