Þakklæti til Kattholts.

19 jan, 2008

Komdu sæl aftur Sigríður það tók ekki langan tíma að finna hana Bellu mína eftir að myndin af henni birtist á síðunni ykkar.


 


Nokkrum klst. síðar hringdi til mín kona sem heitir Hrefna og býr í norðurbænum í Hafnarfirði hún hafði fundið kisuna fyrir utan hjá sér og hafði tekið hana inn og hlúð að henni og gefið henni að borða.


 


Við sóttum hana strax og erum henni og ykkur í Kattholti innilega þakklát fyrir hjálpina.


 


Kveðja


Björn Benediktsson og fjölsk.


Háukinn 7 Hfj.