Sendum innilegar þakkir til kattavinanna sem hlupu til styrktar félaginu í Reykjavíkurmaraþoni 2017 og þeirra sem hétu á þá.
Stjórnarmeðlimir í Kattavinufélaginu stóðu vaktina á hvatningarstöð við Hringbraut og hvöttu okkar fólk áfram!
Áheitasöfnunin er komin í 261.000 kr. en það er enn hægt að styrkja. Stuðningur kattavina er ómetanlegur fyrir starfsemi Kattholts en þangað kemur fjöldi katta árlega sem þarfnast aðstoðar.