Við þökkum þeim fjölmörgu sem heimsóttu basarinn í Kattholti í gær og sömuleiðis þeim sem lögðu okkur lið við að gera basarinn eins glæsilegan og raun bar vitni. Það var girnilegt bakkelsi sem okkur barst, sem rann út eins og heitar lummur! Fallegir munir og handverk fékk nýja eigendur og síðast en ekki síst, eignuðust nokkrar kisur ný heimili. Þetta var mikill dásemdardagur, sem skiptir starfið í Kattholti mjög miklu máli. Hjartans þakkir öll fyrir þennan mikla og góða stuðning!

GLEÐILEGA PÁSKA!