Góður dagur að baki. Fjölmargir heimsóttu Kattholt á árlegan páskabasar Kattavinafélagins. Við þökkum ykkur fyrir komuna og auðsýndan stuðning við starfsemina. Sendum öllum þeim sem gáfu bakkelsi og varning á basarinn, bestu þakkir. Án ykkar hefði þetta ekki verið mögulegt.

Stjórn, starfsfólk og sjálfboðaliðar félagsins, ásamt íbúum Kattholts, senda ykkur öllum hjartans óskir um gleðilega páskahátíð.