Páskabasar í Kattholti

25 mar, 2015

Kattavinafélag Íslands heldur árlegan páskabasar í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, laugardaginn 28. mars n.k. kl. 11-16. Að þessu sinni fer allur ágóði í kaup á nýjum búrum fyrir athvarfið, sem er mjög tímabært og þarft að endurnýja. Okkur hefur borist áheit frá kattavini um að hann ætli að gefa sömu upphæð á móti því sem kemur inn á basarinn. Tökum höndum saman og söfnum fyrir kettina í Kattholti, sem eiga það besta skilið!

Á basarnum verður til sölu fallegt páskaskraut s.s. páskaservíettur og kerti, ásamt ýmsu öðru og einnig fjölbreytt úrval af kökum.
Dýrheimar verða með kynningu og ráðgjöf á Royal Canin kattamatnum.Það væri vel þegið að fá hjálp við bakstur fyrir basarinn og koma með í Stangarhylinn milli klukkan 10-11 á laugardagsmorgun. Þennan sama dag verða kettir í heimilisleit sýndir áhugasömum framtíðareigendum.