Kattavinafélagið sendir öllum þeim bestu þakkir sem gerðu basarinn að veruleika. Allir lögðust á eitt til að gera basarinn jafn glæsilegan og raun bar vitni. Við þökkum gestum basarsins hjartanlega fyrir komuna. Aldrei hafa jafn margir mætt á basar félagsins. Stjórn og starfsfólk er innilega þakklátt fyrir stuðninginn sem þið sýnið starfsemi Kattholts og kattanna. Við erum heppin að eiga svona öflugan stuðningshóp. Saman höldum við áfram að vinna að velferð katta.

Bestu þakkir til þeirra fjölmiðla, sem studdu við basarinn með því að segja frá honum. 

Dagurinn var að öllu leyti góður og við áttum ánægjulegan dag í góðum hópi kattavina. Þrjár kisur eignuðust ný heimili og við samgleðjumst þeim.

Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að hafa basarinn opinn út þessa viku. Opnunartíminn er mánudag til föstudag milli kl. 14-16. Verið hjartanlega velkomin.