Kattavinafélag Íslands og Kattholt þakka af alhug þeim sem tóku þátt í Reykjavíkur Maraþoninu laugardaginn 18. ágúst 2012.  Stuðningur ykkar skiptir Kattholt verulega miklu máli.

 

Kisurnar hefðu gjarnan hlaupið sjálfar ef við bara hefðum hleypt þeim út, en töldum það ekki óhætt.Aldrei að vita hvaða kisa hittir hvern og hvort fleiri kettlingar bætist í hópinn. Hjartans þakkir fyrir framlag ykkar sem fór fram úr okkar björtustu vonum.

 

Sjáumst að ári – í þeirri von að Kattholtið okkar verði ennþá starfandi.

 

Með kærri kveðju
Stjórn Kattavinafélags Íslands

 
Mynd: reykjavik.is