Þann 1. september 2009 komum við mæðgur í Kattholt til að líta á 3ja mánaða gamla læðu sem við höfðum augastað á frá www.kattholt.is en hún var sögð vera í heimilisleit.
Vorum reyndar búnar að hringja í Kattholt og okkur tjáð að hún væri pínu stygg þar sem hún hefði verið búin að reyna það nokkru áður að fara á heimili og var skilað til baka.
Það jók bara áhuga okkar heimilisfólksins fyrir læðinnu litlu, þar sem hugsunin var að koma henni á heimili þar sem hún fengi allt það besta sem hægt er að veita kisu. Þegar á staðinn var komið, Kattholt, sáum við náttúrulega strax hvað hún var afburðafalleg en líka hún var kvumpin og treysti ekki neinum en við vildum bara þessa elsku þar sem henni hefði nú ekki verið sýnt áður að til eru dýravinir.
Í kjölfarið spurðum við hvaða kisulingur væri þarna með henni í búrinu og kom þá í ljós að það var bróðir hennar. Við litum í augun á hvor annarri og það var sama svarið…við getum ekki tekið læðuna og skilið eftir bróðurinn….en hann var svolítið veiklulegur að sjá, mjög rauður í augum og augnkrókum og okkur tjáð að hann væri með sýkingu.
Nú úr varð að við báðum um að fá að taka báða kettlingana og eftir að starfsmenn Kattholts voru búnir að gera okkur grein fyrir umfangi þess að vera með kisur sem gæludýr kostnaðarlega séð, hvað þá tvo, þá var okkur tjáð að við mættum sækja þau tveimur dögum seinna því þá væri búið að ormhreinsa þá og örmerkja.
Við fórum náttúrulega galvaskar mæðgurnar tveimur dögum síðar til að sækja elskurnar. Bílferðin heim gekk vel þó svo auðvitað að þeir væru mjög trekktir og vissu nú ekki alveg hvað stæði til. Búið var að undirbúa komu þeirra á heimilinu svo ekkert var að vanbúnaði.
Skemmst er frá því að segja að fljótlega eftir heimkomu var ákveðið hvaða nafnagift læðan okkar skyldi fá sem við voru að sælast eftir og högninn okkar sem fylgdi nú svona bara með en fengu þau nafnagiftina Trítla og Tumi. Tumi sýndi strax blíðu og vildi láta knúllast með sig en Trítla fann strax stað til að fela sig á…út í horni við sófann þar sem ekki var hægt að nálgast hana.
Svo kom bobb í bátinn…Tumi minn, pínulítill, varð fárveikur og hætti algjörlega að borða, vildi bara fá að liggja upp á öxlinni á húsbóndanum enda allur krafur úr honum og flæddi gröftur úr augum og nefi.
Við brugðum á það ráð að hafa samband við Héraðsdýralækninn á Vestfjörðum sem við erum kunnug og hann sendi okkur fúkklyf fyrir börn. Nú voru góð ráð dýr en við sáum hann nánast fjara út, hann var nær dauða en lífi en við gáfum honum lyfið eftir fyrirmælum, viktuðum karlangann tvisvar á dag til að fylgjast með framþróun, og hann var að missa mörg grömm á dag en með nostri náðum við að halda lífi í honum.
Hann er reyndar rosalega kvefsækinn eftir þetta en búinn að ná líkamlegum styrk og er ákafalega kelinn og mikil félagsvera, er alltaf að leita að knúsi hjá heimilismeðlimum. Trítla óx bara og dafnaði á meðan og færðist aðeins nær, úr skotinu sínu í því að treysta okkur og vill alltaf vera nálægt okkur og hefur stundum orðið frumkvæði á því að fá knús.
Svo við það að kisurnar mínar stækka og dafna, Tristan náttúrulega 3. vikum á undan bróður sínum, þar sem hann missti úr þann tíma í veikindum sínum, fer húsmóðurin að veita því athygli að það lítur út fyrir að annað eistað sé að koma niður í Trítlu. Fékk það svo staðfest nokkrum vikum síðar þegar við fáum ofangreindan dýralækni hingað heim til að sprauta kisulingana við kattafári Svo nú heitir Trítla…Tristan. Þetta skýrir kannski samband þeirra bræðrana því þeir slást alveg út í eitt eins og sannir karlmenn en eru svo góðir vinir þess á milli, meiða reyndar aldrei hvor annan.
Við á heimili Tuma og Tristans viljum koma á þakklæti fyrir það frábæra starf sem unnið er í Kattholti og takk fyrir að treysta okkur til að ættleiða þessa tvo demanta sem veita okkur svo mikla ánægju og einnig veit ég að þeir hafa fengið gott heimili og hafa ánægju af okkur…kannski of mikið dekur en það drepur engann.
Kveðja, fjölskylda Tristans og Tuma.
Hér eru elskurnar okkar, Tumi til vinstri og Tristan kynskiptingur til hægri. Tristan gætir bróður síns.
Til hamingju strákarnir okkar. Ekkert gleður okkur meira en að vita af ykkur hjá góðri fjölskyldu.
Hamingjuóskir. Sigga og starfsfólkið í Kattholti.
Tumi og svo Tristan….fallegar kisulórur….