Þakkir

2 des, 2018

Við hjá Kattavinafélaginu og kisurnar í Kattholti, þökkum af öllu hjarta frábærar viðtökur við jólabasarnum í gær.

Öllum þeim sem lögðu okkur lið með að gefa hluti, handverk og baka gómsætar kökur, þökkum við alveg sérstaklega. Ykkar frábæra framlag hjálpaði ekki hvað minnst til að gera basarinn eins glæsilega og raun bar vitni.
Það eru mörg handtök á bak við svona viðburð og viljum við þakka starfsfólkinu okkar kærlega þeirra ómetanlega framlag, bæði við undirbúning og á basardaginn.

Velvilji ykkar leynir sér ekki og kisurnar í Kattholti munu sannarlega eiga gleðileg jól.

Kæru vinir, ykkar hlýhugur fleytir okkur langt í starfinu.
Basarinn verður áfram opinn að hluta næstu daga.