Móa litla, sem fannst á Kjalarnesi, þakkar innilega allan stuðning sem henni hefur verið sýndur síðastliðna daga. Nú er hún búin í aðgerð þar sem kjálki hennar var víraður saman til þess að lagfæra kjálkabrot hennar þegar hún lenti fyrir bíl. Bataferlið verður töluvert, en hún mun væntanlega ná sér að fullu.

Það sem umfram safnaðist handa Móu, fer til handa öllum þeim heimilis- og umkomulausu kisum sem koma til okkar í Kattholt og sendum við ykkur, okkar dýpstu þakkir fyrir allt sem þið hafið gert! Án ykkar væri ekkert af þessu hægt!

Einnig er óskað eftir fósturheimili fyrir Móu á meðan á batanum stendur. Áhugasamir geta sent póst á [email protected] með upplýsingum um heimilisaðstæður. Best væri, hennar vegna, að fara í fóstur á barn- og dýralaust heimili.