Beikon er talinn vera fæddur árið 2000, sem gerir hann með þeim elstu á Íslandi! Beikon fór til eiganda síns úr Kattholti árið 2003 og hefur búið þar allar götur síðan. Hann hefur lent í allskyns ævintýrum, eins og að festast í minkagildru og týnast í 3 mánuði! Auglýsingar báru þá engan árangur, en hann birtist svo bara á stofugólfinu heima, segir eigandinn.

Við skilum kærri kveðju til höfðingjans og megi hann lengi lifa!