Tási er hann kom í Kattholt
Tási frá Kattholti fékk bæði nýtt heimili á hjúkrunarheimilinu Mörk Suðurlandsbraut og nýtt nafn Guðbjartur Víðir.
Það er alveg dásamlegt að eldra fólk skuli mega hafa svona yndislegt dýr hjá sér, því að þessi kisa er svo einstaklega gott dýr sem hefur gefið svo mikið af sér hér í athvarfinu. Þegar börn með allskonar fötlun hafa komið hingað þá er það það fyrsta sem hann gerði var að koma sér fyrir í fangi einhvers sem þurfti hans með og síðan fór hann koll af kolli í fang einhvers annars.
Nú er hann kominn á gott og þarft heimili þar sem hann getur gefið alla sína elsku og fengið hana margfalt til baka.