Er ekki einhverjir góðhjartaðir sem vilja ættleiða okkur, við erum yndislegar kisur sem erum alveg æstar að fá að knúsa og kela eins og sést hér á myndunum sem teknar voru af okkur.
Við fáum aldrei nóg af kelerýi sérstaklega þegar vinkona okkar ( það er þessi unga stúlka ) kemur í heimsókn til að leika við okkur, hún er alveg frábær leikfélagi.
Okkur finnst alveg svakalega gaman að leika okkur hér en það er ekki alveg það sama og eiga heima á góðu heimili. Eins og þið sjáið þá finnst mér gaman að spjalla og segja allt sem mér dettur í hug ( ég er þessi grái og hvíti uppi á borðinu… sjáið þið mig ? )
Fólkið hérna segir að við séum algjör krútt og alveg draumakisur þó að við séum á öllum aldri ( ég held að við séum alltaf kettlingar í okkur þó svo að við séum orðnar allt upp í 6 ára) það eina sem við gerum ekki það sama og litlu kettlingarnir er að við nennum ekki að vera að klifra í gardínunum og henda hlutum niður,svo óþekkar viljum við ekki vera.