Tási er kisan sem kemur alltaf til þín þegar þú sest í sófann. Hann vill mikið klapp og mikið knús og hann passar alveg uppá að þú gleymir ekki að knúsa hann á hverjum degi. Hann hentar betur á heimili með eldri börnum.
Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða Tása. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar alla virka daga frá kl. 13:00-14:20. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.