Kæru dýravinir.
Langaði til að senda ykkur nokkrar línur frá mér. 36 óskilakisur hafa komið í athvarfið frá 1.apríl til 21.apríl 2007. Þar af hafa 8 kisur verið sóttar af eigendum sínum. 28 kisur sem komu í apríl eru hér enn.
Í Kattholt koma mæður með nýfædda kettlinga og kisur á öllum aldri.
Allar þessar kisur eiga það sameiginlegt að vera hræddar og daprar við komu í athvarfið . Höfum það hugfast að kisurnar sakna eigenda sinna.
Tilgangur félagsins er að vinna að betri meðferð katta, standa vörð um það. að kettir njóti þeirra lögverndar sem gildandi dýraverndunarlög mæla fyrir um og stuðla að því að allir kettir eigi sér húsaskjól, mat og gott atlæti.
Það er ósk mín og von að kattaeigendur taki meiri ábyrgð á kisunum sínum og veiti þeim öryggi og elsku.
Kær kveðja.
Sigríður Heiðberg formaður.