Starfið hér í Kattholti skilar árangri.

15 júl, 2009

Bröndótt læða fannst við Funafold í Reykjavík.

 

Kom í Kattholt 14. júlí sl. Við skoðun kom í ljós að hún er örmerkt.

 

Við fórum inn á tapaðir kettir á heimasíðu Kattholt og viti menn, þar var hún litla skinnið á síðunni með mynd.

 

Hún hafði tapaðist fyrir 1 mánuði. 

 

 

Skýrsla kisunnar.


Grafarvogur – Týnd.
Bröndótt læða tapaðist 9. júní frá Álfaborgum í Reykjavík. 


Hún er örmerkt  352098100021988 ,með svarta ól en  er merkt gamla heimilisfanginu en samt réttu símanúmeri .


Vonandi skilar hún sér heim því hennar er sárt saknað .  Með fyrirfram þökk.  Íris Björk Rúnarsdóttir.