Sæl Sigríður
Ég lenti í því að keyra fram á kött sem hafði verið keyrt yfir í Hafnafirðinum (dáinn) í gærdag 23 júlí, þetta var lítil nett bröndótt kisa með svartri ól með demöntum á.
Það var ekkert merki á henni en kannski hefur verið hægt að lesa örmerki hennar ef hún hefur verið með slíkt. En ef einhver sem býr nálægt suðurhvamminum þar sem hún fannst hringir í þig og spyr um litla grábröndótta kisu geturu sagt henni um örlög hennar.
Mér misbauð samt sem áður að einhver getur keyrt yfir svona dýr og skilið hana eftir í götunni. Þetta er róleg gata með fullt af börnum sem leika sér þarna í kring, eitthvert barn hefði þarna getað gengið fram á köttinn sinn svona útlítandi.
Og ekki nóg með þetta þá var þarna önnur lítil kisa sem lá við litlu dánu kisuna og skalf og nötraði og gat sig ekki hreyft og var greinlega í sjokki, lá þarna út á miðri götu hjá hinni með fimmfallt skott alveg frosin greyið. kannski hefur hún verið að leika við hina þegar keyrt var yfir hana eða bara séð þetta, hef allavegana aldrei séð kött í losti áður og kom mér þetta töluvert á óvart.
Ég fór með kisuna sem var merkt að húsinu sínu sem var beint á móti en hún hljóp bara beint aftur til hinnar sem lá í götunni. Ég endaði á að bíða eftir löggunni með hana í fanginu svo hún myndi ekki liggja í götunni hjá litlu bröndóttu og verða kannski líka fyrir bíl.
Þetta minnti mig á það afhverju ég hef mína kisur innikisur… er hætt að vorkenna þeim að fá bara að fara út í bandi, þær eru þá allavegana öruggar.
Kveðja Sonja