Komið var með með lítið kisubarn á Dýraspítalann í Víðidal. Hann hafði fundist í Breiðholti í Reykjavík.
Hann var mjög horaður og veikur við komu á spítalann. Ekki tókst að bjarga lifí hans.
Ég heimsótti litla dýrið og tók af honum þessa mynd.
Hún minnir okkur á hvað skjólstæðingar okkar mega oft líða í okkar velferðarþjóðfélagi.
Kattavinafélag Ísland vill þakka dýralæknum sem reyndu allt til að bjarga litlu kisunni.
Þá spyr ég, hvað getum við gert til að svona atburður komi ekki fyrir aftur.?
Guð blessi litla dýrið okkar.
Kær kveðja.
Sigríður Heiðberg formaður.