Sorgarsaga.

10 sep, 2008

Ungur piltur kom  í Kattholt  9. September með litla 2 mán. læðu.


 


Hann fann hana við Vesturlandsveg á  móts við Blikastaði í Mosfellsbæ.


 


Hún var gegnblaut og köld litla skinnið. Við settum hana inn í handklæði og þurkuðum hana eins vel og við gátum.


 


Síðan vöfðum við ullarteppi utan um litla kroppinn hennar.  Stuttu seinna gáfum við henni að borða dósamat sem hún hámaði í sig.


Hún hefur trúlega verið án matar lengi.


 


Svanhvít starfsstúlka í Kattholti var svo elskuleg að taka litla dýrið með sér heim.


 


En í morgunn var hún dáin. Dýralæknar telja líklegt að hún hafi dáið  vegna ofkælingar. 


 


Ég skrifa þessar línur til ykkar kæru dýravinir, til að leyfa ykkur að fylgast með starfinu .


 


Við skulum minnast þeirra sem komu saman 1976 og stofnuðu Kattavinafélag Íslands og síðar Kattholt.


 


Hugleiðingar formanns.


Sigríður Heiðberg.