Hvorki hreinsunardeild né lögregla sáu ástæðu til að hirða hræið í gær.
Það er ekki hægt að bjóða nágrönnum upp á þetta, segir Jónína Eyvindsdóttir, íbúi við Nesvegi 49, en hún reyndi í tæpan sólarhring að fá einhvern til að sækja kött sem ekið hafði verið á fyrir utan heimili hennar um tíuleytið á laugardagskvöld.
Þetta var augljóslega heimilisköttur með ól og eyrnamerki en því miður ekkert merkispjald. Ég vildi koma honum eitthvert sem hægt væri að bera kennsl á hann og láta eigendur vita, segir Jónína. Hún hringdi bæði í lögregluna og hreinsunardeild Reykjavíkurborgar en án árangurs.
DV-mynd/Róbert | Greint frá á vef DV.is