Kæru vinir.

 

Ég sendi ykkur nýárskveðju frá Kattholti og þakka ykkur alla vinsemd á umliðnum árum.

 


Myndin er af grárri læðu sem fannst 27. nóvember 2009 við Sumarbústað við Melalfellsvatn.

 

Við komu í Kattholt kom í ljós sár á framfæti á litla skinninu.

Dýralæknir var kallaður til og kom í ljós að hún var með skotsár á fætinum.

 

Hún er ljúf og góð og á skilið að búa inn á heimili þar sem hún er elskuð.

 

Dagurinn í gær var sorgardagur í Kattholti er 22 kettir voru svæfðir af dýralækni.

 

Æ Æ þetta er svo sorglegt og tekur á . En hvað á að gera. Árlega koma um 600 hundruð kettir í athvarfið.

 

Ég vil að reglur séu hertar og fólki beri skylda til að taka dýrin úr sambandi og merkja, til að stöðva þessa ofjölgun.

 

Ég fullyrði að kettir líða víða í borgarlandinu og nágranna byggðalögum.

 

Kettir vilja búa við öryggi og elsku og best væri að hafa þá innandyra.

 

Það er bara mín skoðun.

 

Svo er ekkert annað en að bíða og vona að það komi betri tíð fyrir kisurnar okkar.

 

Kær kveðja til dýravina.

Sigríður Heiðberg formaður.