Það var lítil og furðulega róleg kisa sem labbaði inn hér í Borgarfirðinum á miðvikudaginn síðasta.  Það var auðsjáanlegt af svip húsbóndans hér að hún hafði unnið hans hug samstundis.


Það var búið að kaupa fallega rauða ól með semelíusteinum og látið grafa í lítið rautt hjarta, nafnið Isis og svo símanúmer.  Og guð minn góður hvað þetta er yndislegur köttur.  Hún er með sterkan karakter og pínu sérvitur.  Hún er greinilega vön stigum, hleypur hér upp og niður stiga í nokkrum skrefum og nuddar sér utan í allt og alla.Hún situr um baðherbergið og enginn fær að fara það inn nema með hennar samþykki og þá með þeim skilyrðum að hún fái að sitja í sturtubotninum og lepja vatn úr sturtuhausnum.  Ef einhver asnast til að loka sig inni á baðherbergi til að pissa í friði heyrist mjög prinsessulegt klór þar sem hún vill komast inn og ef einhver hallar til að pissa opnar hún hurðina mjög ákveðið og sest í sturtubotninn.  Svo þegar hún er búin að lepja nægju sína sullar hún í vatninu og henni er alveg sama þó hún blotni í fæturnar þannig að stundum sér maður krúttleg kisuspor útúr baðherberginu og inní herbergi. Henni þykir sérlega vænt um húsbóndann.


Ef hann fer út sest hún í forstofuna og bíður smá stund til að vita hvort hann komi nú ekki örugglega aftur.  Eins þýðir ekki lengur fyrir okkur að sitja þétt saman í sófa yfir sjónvarpinu.  Hún linnir ekki látum fyrr en hún fær að leggjast á milli.  Og þar sem hún er svo sæt er allt látið eftir henni 🙂  Henni finnst sérstaklega gott að sofa á skólabókunum mínum eins og sést á einni myndinni. Okkur finnst alveg með ólíkindum og afar sorglegt að enginn skuli hafa saknað þessarar kisu.  En það er svosem okkar gróði og enn gengur alveg rosalega vel 🙂 .


Ég læt fylgja með myndir af prinsessu Isis og svo er ein af skógarkisunni minni, svona svo hún verði ekki abbó.


Takk fyrir þessa fallegu kisu .


Kv. Guðrún og Gunnar