Minningarsjóður Sigríðar Heiðberg

14 okt, 2011


Eftir fráfall Sigríðar var stofnaður minningarsjóður um hana, sem hefur það hlutverk að styðja við starfsemina í Kattholti.


Til að gefa í sjóðinn er einfaldast að senda beiðni á kattholt@kattholt.is eða eygudjons@simnet.is


Þar þarf að koma fram nafn og heimilisfang viðtakanda og nafn þess er minningargjöfin er gefin um og nafn/nöfn gefenda.


Upphæð sem gefin er, er lögð inn eða millifærð á reikning:  0113 15 381290 kt. 550378 0199.


Það auðveldar afgreiðslu ef beðið er um að kvittun sé send á netfang.  Minningarkortin verða send út eins fljótt og unnt er.


Með góðum kisukveðjum og þökkum fyrir stuðningin.


F.h. stjórnar Kattavinafélags Íslands
Eygló Guðjónsdóttir