Slasaður kisustrákur á Dýraspítalanum í Víðidal.

8 ágú, 2007

Hvítur og gulbröndóttur 5 mánaða kisustrákur fannst slasaður við Efstasund  í Reykjavík.


Við skoðun kom í ljós  að hann er mjaðmagrindarbrotinn .


Ég heimsótti hann í dag og tók þessa mynd af honum. 


Hann er mjög ljúfur og tekur veikindum sínum af stillingu.


Er það von mín að eigendur hans finnist.


Trúlega þarf hann að vera í búri meðan hann er að jafna sig.


10. ágúst fer kisustrákurinn í aðgerð á  lærlegg .


Kær kveðja.


Sigríður .