Sæl og blessuð
Ég má til með að senda ykkur fréttir af gráa kisa (skráður hjá ykkur 030907-04) sem ég fékk hjá ykkur síðla hausts til að hafa með mér heim í sveitina.
Kisi kann best við sig í útihúsunum og hefur það gott þar, kemur þó heim og heilsar upp á okkur hér líka öðru hvoru.
Hann er gælinn og mannelskur eins og þið voruð búin að sjá og heilsar okkur með virktum þegar við komum í fjósið eða fjárhúsið, m.a.s. hundinum Lubba, enda eru þetta hvoru tveggja mikilvægir fjölskyldumeðlimir.
Ég sendi að gamni mynd af kisa sem ég tók þegar ég var að skoða nýjustu lömbin í morgun.
Hann valdi sér stað þar sem matardallurinn hans er og lætur vita þegar honum finnst við eiga að koma við með eitthvað í dallinn og spenvolg nýmjólk er að sjálfsögðu eitthvað sem hann þarf ekki að biðja um!
Bestu kveðjur
Sigurbjörn Snæþórsson og Helga Guðmundsdóttir
Gilsárteigi II
701 Egilsstaðir
Sími: 471 3835 – 863 3656
Netföng: helgag@emax.is – helgagud@simnet.is