Undanfarnar vikur hafa komið margar meiddar og/eða veikar óskilakisur í Kattholt. Reynt hefur verið að hlú að þeim og hjúkra með hjálp dýralækna eftir bestu getu. Sumar þeirra hafa þurft í erfiðar beinaðgerðir og meðferðir í framhaldi af þeim.
Sjúkrasjóðurinn Nótt sem stofnaður var árið 2006 og hefur hjálpað ótal kisum að síðan, en aðal tekjur hans eru það sem hjartagóðir dýravini leggja þar inn.
Okkur langar að minna á Nótt, hann var þarft framtak á sínum tíma og gegnir stóru hlutverki í að hjálpa kisum, sem enginn á, enn í dag.
Það má styrkja sjóðinn með framlögum á reikning 0113 05 65452 kt: 550378 0199
Þökkum um leið frábæran stuðning og vinsemd á undanförnum árum.