Varptími fugla

1 maí, 2019

Nú þegar farfuglarnir eru komnir til landsins og varptími þeirra og annarra fugla er hafin, styttist í að ungar fari á kreik.
Kattavinafélag Íslands hvetur kattaeigendur til að fara að reglugerðum sveitarfélaga og halda köttum sínum innandyra eins mikið og mögulegt er, og þá sérstaklega um nætur.
Í reglugerð Reykjavíkurborgar um kattahald segir m.a.:
„Til að lágmarka tjón sem kettir geta valdið fuglalífi í borginni ber eigendum að hengja bjöllu á ketti á varptíma fugla eða takmarka eftir atvikum útiveru katta“.
Bendum líka á að í dýravöruverslunum fást þar til gerðir kragar til að setja um háls katta og hafa þeir að sögn margra kattaeigenda gefist vel.