Kattholt óskar eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við að sinna köttunum í Kattholti.
Kisurnar þurfa fyrst og fremst á því að halda að viðkomandi sé mikill kisuvinur/dýravinur, geti gefið af sér ást og umhyggju, hafi gaman af að leika við kisurnar og hafi til að bera þroska til að takast á við það hlutverk sem starf sjálfboðaliða felur í sér.
Áhugasamir vinsamlega hafa samband við Halldóru í síma 861 2417.