6. júní var komið með þrjá kettlinga  4 mánaða gamla í Kattholt . 


 


Voru þeir lausir í bílnum sem þeir komu í.


 


Þeir voru mjög hræddir og starfsfólk gat með lægni komið þeim í búr.


 


Fólkið sem kom með þá sögðu að eigandi þeirra hefði skilið þá eftir, og væru hún farin úr landi.


 


Tvær læður og einn högni. Mjög blíðar kisur.


 


Það sem fer verst með mig hvað dýrin eru döpur .


 


Það er samt von mín að það birti til í lífi þeirra.


 


Kær kveðja.


Sigríður Heiðberg.