Simbi og Zummy – 4 ára kisubræður sem vilja vera útikisur

26 sep, 2024

Simbi og Zummy eru dásamlegir 4 ára kisubræður úr Grindavík sem vilja fara saman á framtíðarheimilið sitt þar sem þeir fá tækifæri á að leika sér úti þegar þeir hafa aðlagast nýju heimili. Þeir eru smá hræddir við nýtt fólk og nýjar aðstæður, en svo ofboðslega ljúfir og ástríkir.

Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að heimsækja og skoða þá. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar alla virka daga frá kl. 13:00-14:20. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.

Gjald fyrir kisu frá Kattholti er 24.500 og innifalið í gjaldinu er ófrjósemisaðgerð/gelding, örmerking og skráning hjá Dýraauðkenni, heilsufarsskoðun, ormahreinsun og fyrsta bólusetning. Þeir fara saman á verði einnar kisu.