Músi og Padda hafa verið í Kattholti í rúmt ár og leita nú að langtíma fósturheimili.
Þau eru 9 og 7 ára náin systkini sem vilja fara saman í fóstur. Þau eru villikettir í grunninn og vilja ekki snertingu eða athygli sem slíka, aðra en matargjafir og hreinsun á sandkassa. Músi er með gamalt sár á annarri hornhimnu sem veldur mögulega blindu á öðru auganu, en veldur ekki sársauka. Þau geta búið með öðrum rólegum köttum en eru logandi hrædd við börn og mikil læti. Þau leita að reynslumiklu fósturheimili sem treystir sér í þetta gefandi verkefni.
Áhugasamir bókið skoðunartíma til þess að spjalla við starfsmann. Skoðunartímar eru ca 20 mínútna tímar alla virka daga frá kl. 13:00-14:20. Hægt er að bóka skoðunartíma með tölvupósti kattholt@kattholt.is eða símleiðis á símatímum alla virka daga milli kl. 9-12 í síma 567-2909.
Ekkert gjald er greitt fyrir kisur sem fara á fósturheimili, en fósturheimila samningur er bindandi.
Ljósmyndari: Nadia Jade Cross