Silverstína yfirgefin af eigendum sínum á Hótel Kattholti.

18 júl, 2007

Silverstína kom í gæslu á Hótel Kattholt 18. Maí í vor. Hún átti að dvelja hér í 10 daga eins og svo  oft áður.

 

Hún fór á nýtt heimili frá Kattholti fyrir nokkrum árum og var þetta 10 gæsla hennar hér á Hótelinu.

 

Það eru okkur mikil vonbirgði að eigendur hennar skyldu yfirgefa þessa yndislegu kisu.

 

Við leitum af kærleiksríku fólki sem vill veita henni nýtt heimili.

 

Ég get lofað ykkur því að þið fáið góða kisu sem á skilið  að búa við gott atlæti og öryggi.

 

Stöndum vörð um kisurnar okkar.

 

Kær kveðja.

 

Sigríður Heiðberg formaður.