Sigríður Perla

9 jan, 2006

Það er helst að frétta af nýja heimilismeðliminum henni Sigríði Perlu að hún er öll að koma til.  Maginn er að vera kominn í gott lag og hún leitar orðið til okkar Hermans þegar hún þarf á góðu klappi að halda. 


Fótbolti er orðið hennar aðaláhugamál, enda karlmaðurinn á heimilin alltaf í boltanum.  Hún fer ótroðnar slóðir og ýmislegt veltur á gólfið í þeim skoðunarferðum, en enginn stórslys hafa orðið hingað til.


 


Bestu kveðjur
Kristbjörg Hermannsdóttir