Hugleiðingar um áramót

3 jan, 2006


Jól og áramót hafa alltaf verið í mínum huga gleði og eftirvænting að fá að vera með ástvinum mínum og gleðjast saman.


Árið 1991 rættist sá draumur Kattavinafélags Íslands að opna Kattholt. 500 -600 kettir koma árlega í athvarfið 2%  fara heim.


Mikið starf er unnið til að koma  dýrunum á ný og ábyrg heimili . Samt finnst mér alltof margir verða að kveðja hér.


Ég er alltaf mjög viðkvæm um jólin er ég lít á skjólstæðinga mína inn í búrunum sínum og mér finnst að þeir eigi að vera í fangi fjöskyldu sinnar. Þó má ekki gleyma því að Kattholt var  byggt upp af dýravinum og kettir á Íslandi eru ríkir.


Áramótaheitið:  Förum betur með dýrin okkar. Gleðilegt nýtt ár 2006


Sigríður Heiðberg Formaður.