Nú ríkir mikil sorg í Kattholti vegna fráfalls okkar ástkæru Sigríðar Heiðberg. Sigríður var forstöðukona Kattholts í tæp 20 ár og öflug baráttukona fyrir velferð katta á Íslandi. Hún var jafnframt formaður Kattavinafélags Íslands.
Sigríður lést að morgni 22. febrúar eftir erfið veikindi.
Með sorg í hjarta kveðjum við vinkonu okkar. Hvíli hún í friði.
Starfsfólk Kattholts og stjórn Kattavinafélags Íslands.