Sigríður formaður Kattavinafélags Íslands kom í heimsókn

17 nóv, 2010


Sigríður formaður Kattavinafélags Íslands kom í heimsókn og urðu mikil fagnaðarlæti hjá hennar skjólstæðingum hér í Kattholti.


Hér sést hún með einum af hótelgestunum sem knúsaði hana ,þetta er hann Mosi sem fékk nýtt heimili fyrir nokkrum árum hjá mjög góðu fólki eftir að hafa lent í mjög miklu mótlæti í lífi sínu.


Hann dýrkar Sigríði eftir að hún tók hann undir sinn verndarvæng eins og sést á myndinni.