Blessuð og sæl Sigríður.
Æi nei, ekki ein kisan enn hugsaði ég þegar ég las um læðuna sem skilin var eftir fyrir utan hjá ykkur.
Hvað er að fólki sem gerir svona og læðan með mjólk í spenum. Hvar eru kettlingarnir hennar? Eins fannst mér sárt að heyra af læðunni í Grindavík sem er á vergangi með kettling, en vissulega þakkarvert að hinn skuli hafa bjargast til ykkar.
En eins og þú bentir réttilega á um daginn, getur Kattholt ekki bjargað öllum kisum sem eiga bágt. En hugsa sér hvað þið vinnið gott starf og hafið bjargað mörgum kisum. Það er í raun algjört kraftaverk.
Þegar maður skoðar síðuna ykkar sést að sem betur fer er til fullt af góðum dýravinum sem hjálpa kisum í neyð.
Þeir sem eru grimmir og miskunnarlausir gagnvart dýrum eru örugglega í minnihluta. Því miður samt of margir af sama toga og þeir sem skildu fallegu læðuna eftir í kassanum.
Sendi ykkur áfram hvatningarkveðjur og ég skora á alla sanna dýravini að styðja við bakið á starfseminni í Kattkolti.
Munum að margt smátt gerir eitt stórt!
Eygló G.