Kæru dýravinir. Í gærkveldi var ég að undirbúa mig til að fara í kvöldmat til vinafólks. Þá hringdi í mig kona sem býr á efri hæð Kattholts.


 


Hún sagði mér að fyrir utan Kattholt væri pappakassi og í honum væri mjálmandi kisa. Með óttablandinni tilfinningu dreif ég mig á stað.


 


Kassinn var fyrir utan , heftaður aftur með breiðu límbandi. Í kassanum var ung læða sem horfði á mig eins og hún bæði um miskunn.


 


Ég upplifði ekki reiði yfir þessu atviki, en hvað fór þá í gegnum huga minn? vanmáttur og sorg yfir þeirri mannvonsku að troða lítlu dýri ofan í kassa og bera út.


 


Við skulum vera þess minnug meðan  lítið dýr þarfnast hjálpar okkar, ber okkur skylda til að vera til staðar.


 


Við skoðun kom í ljós að hún er með mjólk í spenum.


 


Velkomin í Kattholt.


Kær kveðja.


Sigríður.