Reykjavíkurmaraþon 2018 fer fram laugardaginn 18. ágúst. Það eru 49 dagar til stefnu og því ekki seinna vænna að hefja styrktarsöfnunina fyrir kisurnar í Kattholti.
Undarfarin ár hafa frábærir einstaklingar hlaupið fyrir Kattavinafélag Íslands. Hvetjum gamla og nýja til að taka þátt í ár og skrá sig til leiks! Við hvetjum jafnframt kattavini til að heita á þá frábæru hlaupara sem taka þátt og styrkja þannig.
Kisurnar þurfa á ykkar stuðningi að halda.
Með góðum kisukveðjum.