Ketill eða Batman var sóttur af eiganda í gær. Hann er búinn að vera á vergangi síðustu tvö ár! Hann týndist árið 2016 og vitað var hvar hann hélt sig en ekki tókst að ná honum.

Það voru starfsmenn Reykjavíkurborgar sem komu með hann í Kattholt. Hann var drulluskítugur og með hnúta í feldinum. Í Kattholti var hann geltur, örmerktur, rakaður og þrifinn.

Það var hamingjusamur eigandi sem sótti kisuna sína í gær. Til hamingju bæði tvö!