Rekstrarstjóri óskast

2 apr, 2019

Óskum eftir að ráða rekstrarstjóra.
Starfið felst í að halda utan um daglegan rekstur og er það bæði fjölbreytt og gefandi. Leitað er að dýravini, sem er stundvís, röskur og áreiðanlegur og með hagnýta tölvukunnáttu.
Viðkomandi verður að eiga auðvelt með mannleg samskipti og vera vanur mannaforráðum.
Íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg.Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða og hafa hreint sakavottorð.
Um er að ræða 100% starfshlutfall í fyrstu, en 60% frá og með næsta hausti.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf eigi síðar en 1. júní 2019
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl n.k.
Umsóknum ásamt ferilskrá og upplýsingum um a.m.k. tvo meðmælendur, sendist í tölvupósti á netfangið ragnarsdottirh@gmail.com