Prófastur skal hann heita.

25 okt, 2008

Gulbröndóttur og hvítur persablandaður högni fannst 5. Október við Berjarima í Reykjavík.


 


Hann kom í  Kattholt 9. Október sl. Hann er geltur, ómerktur. Lagður inn á Dýraspítalinn í Víðidal vegna veikinda. Hann er búinn að ná sér litla skinnið.


 


Talið er að hann sé nokkra ára gamall.  Það er alveg með ólíkindum að enginn skuli vitja hans. Hann er blíður og góður, samt er hann dapur.


 


Ég er búin að skýra hann og hlaut hann nafnið Prófasturinn, svo virðulegur er hann.  Ef ég ætti ekki alla mína ketti, færi ég með hann heim á Laufásveginn.


 


Það er dapurlegt að kisur skuli vera vegalausar í borgarlandinu, ómerktar  og kaldar. Vonandi kemur betri tíð elsku vinur.


 


Kær kveðja til dýravina.


Sigríður Heiðberg formaður