Sæl verið þið J

 

Þessi köttur hefur verið hér í Skriðuselinu í sumar og er enn.

 

Ég hef gefið honum að éta greyinu og er með kassa fyrir hann úti.

 

 

Ég er með páfagauk sem er mikið laus svo að ég get ekki tekið hann inn.

 

Mig óar við því að hann verði á flakki í vetur ef veturinn verður harður.

 

Hann þarf að komast í hús greyið.

 

 

Ég finn ekki eyrnamerkingu á honum en þetta er greinilega heimilisköttur.

 

Ég get klappað honum en erfitt að leita að merkingu hjá honum því að hann er hálfhræddur.

 

Veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu því að ég á ekki kattabúr og hálf treysti mér ekki til að koma honum í svoleiðis kassa J

 

 

Ef einhver spyr um hann eða einhver getur hjálpað honum vinsamlegast hafið samband í síma ” 660-8301 ”

 

 

Ég skýrði hann nú Lúsifer hihihihihi  en hann er sko aldeilis ekki illilegur JJJ

 

Kær kveðja

 

Þóra.

 

 

Lúsifer er velkominn í Kattholt hvenær sem er.

 

Kveðja Sigga.