Pési og Skotta senda kveðju í Kattholt.

10 jan, 2009 
 
Sæl Sigríður.


 


Okkur langar að senda kveðju og myndir af Pésa sem við fengum hjá ykkur og varð 5 mánaða í gær.  Hann kom til okkar 6. nóvember og var rosalega kvefaður og veikur fyrstu vikurnar. 


 


Við fórum með hann nokkrum sinnum á dýraspítalann þar sem hann fékk bólgueyðandi vegna mikillar hálsbólgu og sérstakan sjúkramat. 


 


Í nokkra daga borðaði hann næstum ekkert og þurftum við að sprauta upp í hann mat ásamt bólgueyðandi lyfjum. 


 


Þetta dugði því nokkrum dögum síðar fór honum að batna og hann fór loksins að rannsaka heimilið (þefa) og leika sér.  Þegar honum var batnað reyndist hann mjög hress og skemmtilegur kisi og mikill gleðigjafi á heimilinu. 


 


T.d. tók hann virkan þátt í jólaskreytingunum og uppáhalds dótið hans er jólahjarta úr filti sem hann fann á jólatrénuJ   Uppáhalds áhugamál hans eru krossgátur og lestur dagblaða, hann tekur virkan þátt í að leysa gáturnar ásamt heimilismeðlimum, þó hann verði stundum svolítið utan við sig og elti blýantinn í gríð og erg.


 


Og kisan Skotta sem er 7 ára tekur honum alveg nógu vel, siðar hann svolítið til og svona.


 


Kær kveðja


Ása Norðdahl, Bragi Erlendsson.


 


Til hamingju strákurinn minn.


Kveðja Sigga.