Sæl,
Fyrir 6 vikum síðan féll Pési (inni köttur) niður af þakinu heima hjá sér í Hlíðunum og hefur verið týndur síðan þá.
Síðasta föstudag var svo hringt í mig og þá hafði hann rápað um við Rúmfatalagerinn í Skeifunni.
Þar er mjög góðhjarta starfsfólk sem tók hann að sér og gaf honum að borða og hafði upp á okkur.
Nú hefur bróðir hans Gréttir endurheimt gleiði sína og stígið upp úr þunglyndinu og sorginni, þó hann sé dátilið feiminn við þennan horaða bróður sinn.
Við þökkum starfsfólkinu í Rúmfatalagerinum í Skeifunni kærlega fyrir að hafa haft fyrir að finna eigandann og erum þeim ævinlega þakklát.
Vildi bara láta vita af því að það er enn til góðhjarta fólk sem gerir svona hluti, því að gæludýra missir er mjög sorglegt mál og alltaf gaman að vita af því að það sé til fólk sem er tilbúið að hjálpa þegar svona gerist.
Kær kveðja
Silja Björk Egilsdóttir