Persa læða fannst í bíl við B.S. Í. Í Reykjavík. Starfsfólk hjá Kynnisferðum hafði tekið eftir kisu inn í bil á planinu.
Haft var samband við mig og fór ég á staðinn. Það var heldur dapurleg sjón að sjá dýrið í vanmætti sínum.
Ég flutti hana í Kattholt og reyndi eftir megni að hlúa að henni, hún var mjög hrædd. Í dag mun Héraðsdýralæknir í Reykjavík meta ástand kisunnar.
Ég vil þakka bílstjórunum á B.S.Í. alla þeirra aðstoð.
Takk fyrir Kattholt.
Sigríður Heiðberg formaður.